Beint į leišarkerfi vefsins

Fęšingarorlofssjóšur

Í 4. mgr. 18. gr. ffl. kemur fram að hafi foreldri haft lögheimili hér á landi í a.m.k. einhvern tíma í síðasta mánuði fyrir fæðingardag barns eða þann dag er barn kemur inn á heimili vegna frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur skal taka tillit til búsetutímabila foreldris í öðru EES þegar metið er hvort foreldri fullnægi lögheimilisskilyrði á 12 mánaða tímabilinu. Ekki má hafa liðið meira en mánuður frá því að tryggingatímabili í öðru EES-ríki lauk. Foreldri skal láta tilskilin vottorð um búsetu - og tryggingatímabil í öðru EES-ríki fylgja með umsókn sinni til Fæðingarorlofssjóðs.

Misjafnt er milli landa hvort viðkomandi tryggingastofnun í landinu gefi út slíkt vottorð til foreldris eða hvort foreldrið þurfi að leita til Sjúkratrygginga Íslands með að fá slíkt vottorð. Ef foreldri þarf að leita til Sjúkratrygginga Íslands þarf foreldrið að skila þeirri stofnun eyðublaðinu „Umsókn um skráningu í tryggingaskrá" sem í framhaldinu sendir S040 vottorð til viðkomandi tryggingastofnunar í EES-ríkinu sem svarar með S041 vottorði sem er jafnframt það vottorð sem berast þarf Fæðingarorlofssjóði.

Síðast uppfært 11. júní 2018


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré Hamur fyrir sjónskerta

Mynd

Fęšingarorlofssjóšur