Beint ß lei­arkerfi vefsins

FŠ­ingarorlofssjˇ­ur

Almennt
Hér fyrir neðan eru grunnupplýsingar um réttindi foreldra utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi til fæðingarstyrks. Í stikunni til vinstri er síðan að finna ýmsan fróðleik um réttindi fæðingarstyrks, frávik og undanþágur og undir liðnum „Spurt&svarað" til hægri eru svör við algengum spurningum foreldra.

Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að hér á síðunni eða finnst eitthvað óljóst hafðu þá endilega samband við starfsfólk Fæðingarorlofssjóðs í síma 515-4800 eða sendu fyrirspurn á netfangið faedingarorlof@vmst.is og við munum aðstoða þig með ánægju.

Réttur foreldra utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi til fæðingarstyrks

 • Foreldrar utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi eiga sjálfstæðan rétt til fæðingarstyrks í allt að 3 mánuði hvort um sig vegna fæðingar, frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur. Þessi réttur er ekki framseljanlegur. Auk þess eiga foreldrar sameiginlegan rétt á fæðingarstyrk í 3 mánuði til viðbótar sem annað foreldrið getur tekið í heild eða foreldrar skipt með sér.
 • Þrátt fyrir framangreinda meginreglu öðlast foreldri rétt til fæðingarstyrks í allt að 9 mánuði hafi hitt foreldrið andast á meðgöngu barns og barnið fæðist lifandi. Hið sama gildir um einhleypa móður sem hefur gengist undir tæknifrjóvgun eða einhleypt foreldri sem hefur ættleitt barn eða tekið barn í varanlegt fóstur.
 • Foreldri skal eiga lögheimili hér á landi við fæðingu barns, ættleiðingu eða varanlegt fóstur og hafa átt lögheimili hér á landi síðustu 12 mánuði fyrir þann tíma.
 • Vegna ættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur skal greiðsla fæðingarstyrks til foreldra miðast við þann tíma þegar barnið kemur inn á heimilið, enda staðfesti barnaverndarnefnd eða aðrir til þess bærir aðilar ráðstöfunina. Í þeim tilvikum þegar barnið kemur inn á heimilið og um er að ræða reynslutíma áður en til ættleiðingar eða varanlegs fósturs getur komið er heimilt að miða við upphaf þess tíma enda staðfesti barnaverndarnefnd eða aðrir til þess bærir aðilar ráðstöfunina. Ef foreldrar þurfa að sækja barnið til annarra landa getur greiðsla fæðingarstyrks til foreldra miðast við upphaf ferðar, enda hafi viðkomandi yfirvöld eða stofnun staðfest að barn fáist ættleitt.
 • Réttur til fæðingarstyrks vegna fæðingar fellur niður er barnið nær 24 mánaða aldri.
 • Réttur til fæðingarstyrks vegna ættleiðingar eða varanlegs fósturs fellur niður 24 mánuðum eftir að barnið kom inn á heimilið.
 • Réttur foreldris til fæðingarstyrks er bundinn því að það fari sjálft með forsjá barnsins eða hafi sameiginlega forsjá ásamt hinu foreldri þess þegar greiðsla fæðingarstyrks hefst.

Tilhögun og greiðsla fæðingarstyrks

 • Óheimilt er að skipta greiðslutímabili fæðingarstyrks yfir á fleiri en eitt tímabil nema þegar fæðingarstyrkur er greiddur á grundvelli 11. mgr. 13. gr. ffl., þ.e. að foreldri hafi öðlast rétt til fæðingarorlofs sem foreldri á innlendan vinnumarkað en eigi rétt á fæðingarstyrk en ekki greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði.
 • Greiðsla fæðingarstyrks er innt af hendi eftir á fyrir undanfarandi mánuð, fyrsta virkan dag hvers mánaðar.
 • Greiðslan er staðgreiðsluskyld.
 • Greiðsla fæðingarstyrks vegna fæðingar getur í fyrsta lagi hafist fyrsta virkan dag þess mánaðar sem fer á eftir fæðingarmánuði barns og er þá greitt fyrir fæðingarmánuð barns óháð hvaða mánaðardag barn fæddist.
 • Greiðsla fæðingarstyrks vegna ættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur getur í fyrsta lagi hafist fyrsta virkan dag þess mánaðar sem fer á eftir þeim mánuði er barn kemur inn á heimili eða þeim mánuði sem ferð foreldris/foreldra hefst til að sækja barnið til annars lands.
 • Foreldri getur ákveðið að greiðslur hefjist síðar en greiðslum þarf að ljúka áður en barnið nær 24 mánaða aldri er rétturinn vegna fæðingar barns fellur sjálfkrafa niður. Réttur til fæðingarstyrks vegna ættleiðingar og varanlegs fósturs fellur niður 24 mánuðum eftir að barnið kom inn á heimilið.

Síðast uppfært 11. júní 2018


Enska / englishReiknivÚl - ˙treikningur grei­slna┌rskur­ir ˙rskur­arnefndar fŠ­ingar- og foreldraorlofsmßlaLŠknagßttSpurt og svara­┴ttu von ß barniisland.isNorrŠn vefgßtt um almannatryggingar

Stjˇrnbor­

ForsÝ­a vefsins StŠkka letur Minnka letur Senda ■essa sÝ­u Prenta ■essa sÝ­u VeftrÚ Hamur fyrir sjˇnskerta

Mynd

FŠ­ingarorlofssjˇ­ur