Beint á leiðarkerfi vefsins

Fæðingarorlofssjóður

Í 13. gr. rgl., sbr. 3. mgr. 17. gr. ffl., kemur fram að heimilt er að framlengja fæðingarorlof móður um allt að tvo mánuði vegna alvarlegra veikinda hennar í tengslum við fæðingu enda hafi hún í fæðingarorlofi sínu verið ófær um að annast barn sitt vegna veikindanna að mati sérfræðilæknis.

Mikilvægt er að læknir rökstyðji annars vegar að alvarleg veikindi móður megi rekja til sjálfrar fæðingarinnar og hins vegar að hún hafi af þeim völdum verið ófær um að annast barn sitt vegna veikindanna og þá í hve langan tíma. Þá er mikilvægt að niðurstaða læknisskoðunar komi fram.

Gögn sem þurfa að berast:
1. Vottorð vegna veikinda móður (sjá form hér að neðan).

Hér má nálgast staðlað form læknisvottorðs: 
Vottorð vegna veikinda móður (DOC)
Medical certificate for maternity leave due to disease of mother (English version - DOC)

Síðast uppfært 11. júní 2018


Stjórnborð

Forsíða vefsins Stækka letur Minnka letur Senda þessa síðu Prenta þessa síðu Veftré Hamur fyrir sjónskerta

Mynd

Fæðingarorlofssjóður