Beint á leiðarkerfi vefsins

Fæðingarorlofssjóður

Í 14. gr. ffl. kemur fram að meðan á fæðingarorlofi stendur greiðir foreldri að lágmarki 4% af fæðingarorlofsgreiðslum í lífeyrissjóð og Fæðingarorlofssjóður að lágmarki 8%. Foreldri er að auki heimilt að greiða í séreignarsjóð (ekki er greitt mótframlag).

Þá reiknast fæðingarorlof til starfstíma við mat á starfstengdum réttindum, svo sem rétti til orlofstöku og lengingar orlofs samkvæmt kjarasamningum, starfsaldurshækkana, veikindaréttar, uppsagnarfrests og réttar til atvinnuleysisbóta.

Á meðan á fæðingarorlofi stendur getur foreldri óskað eftir að Fæðingarorlofssjóður haldi eftir af greiðslum félagsgjaldi til stéttarfélags.

Síðast uppfært 11. júní 2018


Stjórnborð

Forsíða vefsins Stækka letur Minnka letur Senda þessa síðu Prenta þessa síðu Veftré Hamur fyrir sjónskerta

Mynd

Fæðingarorlofssjóður