Beint ß lei­arkerfi vefsins

FŠ­ingarorlofssjˇ­ur

Framkvæmdaraðili
Vinnumálastofnun annast eftirlit með framkvæmd laga um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000 (ffl.) og reglugerðar um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks og skulu skattyfirvöld láta Vinnumálastofnun í té upplýsingar sem nauðsynlegar eru eftirlitinu.

Hvað felst í eftirlitinu?

 • Að foreldrar leggi sannanlega niður störf í fæðingarorlofi.
 • Að keyrðar eru saman upplýsingar um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði við skrár skattyfirvalda meðan á fæðingarorlofi stendur.
 • Að keyrðar eru saman upplýsingar við skrár skattyfirvalda eftir að fæðingarorlofi lýkur, sé til staðar grunur um að foreldri hafi starfað á þeim tíma sem það var skráð í fæðingarorlof og fengið launagreiðslur greiddar á næstu mánuðum á eftir.

Hvaða tilvik geta leitt til ofgreiðslna? Skerðingarákvæði laganna

 • Í 10. mgr. 13. gr. ffl. kemur fram að réttur foreldris til greiðslna í fæðingarorlofi er bundinn því að foreldri uppfylli skilyrði um rétt til fæðingarorlofs skv. 8. gr. Greiðslur frá vinnuveitanda til foreldris í fæðingarorlofi sem eru hærri en nemur mismun greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði og meðaltals heildarlauna foreldris skv. 2. eða 5. mgr. skulu koma til frádráttar greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. Eingöngu skulu greiðslur frá vinnuveitanda sem ætlaðar eru fyrir það tímabil sem foreldri er í fæðingarorlofi koma til frádráttar greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. Þó er heimilt að taka tillit til kjarasamningsbundinna launahækkana, annarra kjarasamningsbundinna greiðslna og launabreytinga sem rekja má til breytinga á störfum foreldris.
 • Í 11. mgr. 13. gr. ffl. kemur fram að foreldri á innlendum vinnumarkaði sem á rétt til fæðingarorlofs skv. 8. gr. en uppfyllir ekki skilyrði 1. mgr. á rétt á fæðingarstyrk skv. 18. gr., sbr. þó 12. mgr. 19. gr. Greiðslur frá vinnuveitanda til foreldris í fæðingarorlofi sem eru hærri en nemur mismun fjárhæðar fæðingarstyrks og meðaltals heildarlauna foreldris skulu koma til frádráttar styrknum. Við útreikning á meðaltali heildarlauna samkvæmt ákvæðinu skal miða við tvo mánuði fyrir fæðingarmánuð barns eða þann mánuð þegar barn kemur inn á heimili við ættleiðingu eða varanlegt fóstur.

Ósamrýmanleg réttindi

Í 33. gr. ffl. er fjallað um ósamrýmanleg réttindi:

 • Foreldri sem nýtur greiðslna úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar getur ekki á sama tímabili nýtt sér rétt sinn til fæðingarstyrks, greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði eða foreldraorlofs samkvæmt lögunum.
 • Foreldri sem nýtur slysadagpeninga samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga, sjúkradagpeninga samkvæmt lögum um sjúkratryggingar eða endurhæfingarlífeyris samkvæmt lögum um félagslega aðstoð getur ekki á sama tímabili nýtt sér rétt sinn til fæðingarstyrks eða greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði samkvæmt lögunum.
 • Foreldri sem nýtur greiðslna samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna getur ekki á sama tímabili nýtt sér rétt sinn til fæðingarstyrks eða greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði samkvæmt lögunum.
 • Foreldri sem nýtur orlofslauna eða greiðslna vegna starfsloka getur ekki nýtt sér rétt sinn til fæðingarstyrks eða greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði samkvæmt lögunum á sama tímabili og þær greiðslur eiga við um.
 • Greiðslur frá öðrum ríkjum vegna sömu fæðingar, frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur og fyrir sama tímabil koma til frádráttar við greiðslu úr Fæðingarorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks.

Leiðrétting á greiðslum - 15% álag - innheimtur

 • Í 2. mgr. 15. gr. a. ffl. og 6. gr. reglugerðar nr. 1218/2008 kemur fram að þegar foreldri hefur fengið hærri greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði en því bar samkvæmt álagningu skattyfirvala eða af öðrum völdum skal Vinnumálastofnun senda greiðsluáskorun til foreldris vegna hinnar ofgreiddu fjárhæðar ásamt viðbættu 15% álagi.
 • Þegar foreldri telur að því verði eigi kennt um þá annmarka er leiddu til ákvörðunar Vinnumálastofnunar um of háar greiðslur úr sjóðnum til foreldris skal foreldri færa fyrir því skrifleg rök innan fjögurra vikna frá því að greiðsluáskorun sannanlega barst foreldri. Vinnumálastofnun skal taka afstöðu til þess innan fjögurra vikna frá því að rök foreldris bárust stofnuninni hvort þau leiði til þess að fella skuli niður álagið.
 • Heimilt er að skuldajafna ofgreiddum greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði á móti inneign foreldris vegna ofgreiddra skatta, barnabóta og vaxtabóta.
 • Endurgreiði foreldri ekki ofgreiddar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði samkvæmt greiðsluáskorun skal innheimtuaðilum falin innheimtan.

Mikilvægi þess að tilkynna um breytingar

 • Tilkynna ber sjóðnum um öll þau tilvik sem leitt geta til ofgreiðslu, þ.m.t. breytingar sem kunna að verða á fyrirhugaðri fæðingarorlofstöku eða tekjum og haft geta áhrif á rétt foreldris til greiðslna og/eða leitt til ofgreiðslu úr Fæðingarorlofssjóði. 

Endurúthlutun réttinda

 • Foreldri kann að eiga inni rétt til fæðingarorlofs og greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði í kjölfar endurgreiðslu þess að öðrum skilyrðum laganna uppfylltum, s.s. samkomulagi við vinnuveitanda um tilhögun fæðingarorlofs og að réttur til fæðingarorlofs hafi ekki fallið niður vegna aldurs barns eða þess tíma frá því að barn kom inn á heimili við ættleiðingu eða varanlegt fóstur.

Síðast uppfært 11. júní 2018 

 


Stjˇrnbor­

ForsÝ­a vefsins StŠkka letur Minnka letur Senda ■essa sÝ­u Prenta ■essa sÝ­u VeftrÚ Hamur fyrir sjˇnskerta

Mynd

FŠ­ingarorlofssjˇ­ur