Beint ß lei­arkerfi vefsins

FŠ­ingarorlofssjˇ­ur

Almennt
Hér fyrir neðan eru grunnupplýsingar um réttindi foreldra á innlendum vinnumarkaði til fæðingarorlofs og greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði. Í stikunni til vinstri er síðan að finna ýmsan fróðleik um réttindi fæðingarorlofs, frávik og undanþágur og undir liðnum „Spurt&svarað" til hægri eru svör við algengum spurningum foreldra.

Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að hér á síðunni eða finnst eitthvað óljóst hafðu þá endilega samband við starfsfólk Fæðingarorlofssjóðs í síma 515-4800 eða sendu fyrirspurn á netfangið faedingarorlof@vmst.is og við munum aðstoða þig með ánægju.  

Réttur foreldra á innlendum vinnumarkaði til fæðingarorlofs

 • Foreldrar á innlendum vinnumarkaði sem eru starfsmenn eða sjálfstætt starfandi eiga sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að 3 mánuði hvort um sig vegna fæðingar, frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur. Þessi réttur er ekki framseljanlegur. Auk þess eiga foreldrar sameiginlegan rétt á 3 mánuðum til viðbótar sem annað foreldrið getur tekið í heild eða foreldrar skipt með sér.
 • Þrátt fyrir framangreinda meginreglu öðlast foreldri rétt til fæðingarorlofs í allt að 9 mánuði hafi hitt foreldrið andast á meðgöngu barns og barnið fæðist lifandi. Hið sama gildir um einhleypa móður sem hefur gengist undir tæknifrjóvgun eða einhleypt foreldri sem hefur ættleitt barn eða tekið barn í varanlegt fóstur.
 • Móðir skal vera í fæðingarorlofi að minnsta kosti fyrstu tvær vikurnar eftir fæðingu barns.
 • Réttur til fæðingarorlofs stofnast við fæðingu barns. Þó er foreldri heimilt að hefja töku fæðingarorlofs allt að einum mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag.
 • Við ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur er miðað við þann tíma þegar barnið kemur inn á heimilið, enda staðfesti barnaverndarnefnd eða aðrir til þess bærir aðilar ráðstöfunina. Í þeim tilvikum þegar barnið kemur inn á heimilið og um er að ræða reynslutíma áður en til ættleiðingar eða varanlegs fóstur getur komið er heimilt að miða við upphaf þess tíma enda staðfesti barnaverndarnefnd eða aðrir til þess bærir aðilar ráðstöfunina. Ef foreldrar þurfa að sækja barnið til annarra landa getur fæðingarorlof hafist við upphaf ferðar, enda hafi viðkomandi yfirvöld eða stofnun staðfest að barn fáist ættleitt.
 • Foreldrar geta verið í fæðingarorlofi á sama tíma eða mismunandi tímabilum.
 • Réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður er barnið nær 24 mánaða aldri.
 • Réttur til fæðingarorlofs vegna ættleiðingar eða varanlegs fóstur fellur niður 24 mánuðum eftir að barnið kom inn á heimilið.
 • Réttur foreldris til fæðingarorlofs er bundinn því að það fari sjálft með forsjá barnsins eða hafi sameiginlega forsjá ásamt hinu foreldri þess þegar taka fæðingarorlofs hefst.

Tilhögun fæðingarorlofs

 • Foreldri á rétt á því að taka fæðingarorlof í einu lagi.
 • Með samkomulagi við vinnuveitanda er foreldri þó heimilt að skipta töku fæðingarorlofs niður á fleiri tímabil og/eða það verði tekið samhliða minnkuðu starfshlutfalli. Þó má aldrei taka fæðingarorlof skemur en tvær vikur í senn.
 • Vinnuveitandi skal leitast við að koma til móts við óskir starfsmanns um tilhögun fæðingarorlofs.
 • Geti vinnuveitandi ekki fallist á óskir starfsmanns um tilhögun fæðingarorlofs skal hann að höfðu samráði við starfsmann leggja til aðra tilhögun innan viku frá móttökudagsetningu tilkynningar um tilhögun fæðingarorlofs. Skal það gert skriflega og ástæður tilgreindar fyrir breyttri tilhögun.
 • Ef samkomulag næst ekki milli starfsmanns og vinnuveitanda um töku fæðingarorlofs starfsmanns á starfsmaður ávallt rétt á að taka fæðingarorlof sitt í einu lagi frá þeim upphafsdegi sem starfsmaður ákveður.

Réttur foreldra á innlendum vinnumarkaði til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði

Foreldrar öðlast rétt til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði eftir að hafa verið samfellt í 6 mánuði á innlendum vinnumarkaði fyrir fæðingardag barns eða þann tíma þegar barn kemur inn á heimili við ættleiðingu eða varanlegt fóstur. Starfshlutfall í hverjum mánuði þarf að vera a.m.k. 25%.

Til viðmiðunar fyrir starfsmenn:

 • Starfsmaður er hver sá sem vinnur launuð störf í annarra þjónustu í a.m.k. 25% starfshlutfalli í hverjum mánuði. 
 • 86-172 vinnustundir í mánuði jafngilda 50 - 100% starfi.
 • 43 - 85 vinnustundir í mánuði jafngilda 25 - 49% starfi.

Til viðmiðunar fyrir sjálfstætt starfandi:

 • Sjálfstætt starfandi einstaklingur er sá sem starfar við eigin rekstur, án tillits til félagsforms, í því umfangi að honum er gert að standa mánaðarlega, eða með öðrum reglulegum hætti samkvæmt ákvörðun skattyfirvalda, skil á tryggingagjaldi.
 • Til að finna vinnuframlag sjálfstætt starfandi foreldris skal miðað við skil á tryggingagjaldi af reiknuðu endurgjaldi.
 • Fullt starf sjálfstætt starfandi einstaklings miðast við að viðkomandi hafi greitt mánaðarlega staðgreiðsluskatt af reiknuðu endurgjaldi er nemur að lágmarki viðmiðunarfjárhæð ríkisskattstjóra í viðkomandi starfsgrein.

Önnur atriði við mat á starfshlutfalli:

 • Sé foreldri ekki í sama starfshlutfalli á 6 mánaða samfelldu tímabili fyrir fæðingardag barns skal miða við meðaltal starfshlutfalls yfir tímabilið. Þó má foreldri aldrei vera í minna en 25% starfshlutfalli í hverjum mánuði.
 • Starfshlutfall foreldris sem fær greiddar atvinnuleysisbætur, greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði vegna annars barns, sjúkra- og slysadagpeninga, greiðslur úr sjúkrasjóði stéttarfélags, bætur frá tryggingafélagi vegna tímabundins atvinnutjóns eða tekjutengdar greiðslur skv. III. kafla laga um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna miðast við það starfshlutfall sem þær greiðslur miðuðust við.
 • Sé um að ræða launað starf við gæslu barna í heimahúsi telst heilsdagsgæsla eins barns á mánuði nema fjórðungi úr fullu starfi eða 43 vinnustundum á mánuði, sbr. reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum. Leggja skal fram staðfestingu á starfsleyfi og tekjum.
 • Vinnuframlag maka bónda á búi er metið sem a.m.k. 50% af starfshlutfall bóndans þegar makinn er hvorki formlega skráður sem aðili að búrekstri né starfar utan búsins.

Mánaðarlegar greiðslur í fæðingarorlofi

 • Greiðslur til starfsmanna skulu nema 80% af meðaltali heildarlauna og skal miða við tólf mánaða samfellt tímabil sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingarmánuð barns eða þann mánuð sem barn kemur inn á heimili við frumættleiðingu eða töku í varanlegt fóstur.
 • Greiðslur til sjálfstætt starfandi einstaklinga nema 80% af meðaltali reiknaðs endurgjalds sem greitt hefur verið tryggingagjald og skal miða við tekjuárið á undan fæðingarári barns eða því ári er barn kemur inn á heimili við frumættleiðingu eða töku í varanlegt fóstur.
 • Greiðslur til foreldra sem eru bæði starfsmenn og sjálfstætt starfandi einstaklingar nema 80% af meðaltali heildarlauna og reiknaðs endurgjalds sem greitt hefur verið tryggingagjald af. Starfi viðkomandi foreldri sem starfsmaður í 50% eða hærra starfshlutfalli skal miða við viðmiðunartímabil starfsmanns. Að öðrum kosti skal miða við viðmiðunartímabil sjálfstætt starfandi einstaklings.
 • Þrátt fyrir framangreindar meginreglur um greiðslur til foreldra kveða lög um fæðingar- og foreldraorlof bæði á um hámark á greiðslum og um lágmarksgreiðslur.
 • Greiðslur eru inntar af hendi eftir á, fyrir undanfarandi mánuð eða hluta úr mánuði, fyrsta virkan dag hvers mánaðar og eru þær staðgreiðsluskyldar. Fyrsta greiðsla á sér þá stað við upphaf næsta mánaðar eftir að fæðingarorlof foreldris hefst.
 • Greiðslufjárhæðir hvers árs má nálgast hér.
 • Hægt er að áætla greiðslur út frá gefnum forsendum í reiknivél Fæðingarorlofssjóðs, sjá hér.

Síðast uppfært 11. júní 2018


Enska / englishReiknivÚl - ˙treikningur grei­slna┌rskur­ir ˙rskur­arnefndar fŠ­ingar- og foreldraorlofsmßlaLŠknagßttSpurt og svara­┴ttu von ß barniisland.isNorrŠn vefgßtt um almannatryggingar

Stjˇrnbor­

ForsÝ­a vefsins StŠkka letur Minnka letur Senda ■essa sÝ­u Prenta ■essa sÝ­u VeftrÚ Hamur fyrir sjˇnskerta

Mynd

FŠ­ingarorlofssjˇ­ur